149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:22]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf):

Herra forseti. Háskaleg fíkniefnavá steðjar að landsmönnum og er talað um faraldur í því sambandi. Hefur margt fólk, ekki síst yngri kynslóðin, orðið illa úti með hörmulegum afleiðingum í allt of mörgum tilfellum. Flokkur fólksins vill bregðast við því með því að mæta rökstuddum óskum SÁÁ um aukin framlög svo taka megi á vandanum af færasta starfsfólki í sjúkrastofnunum og meðferðarheimilum samtakanna.