149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:23]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Biðlistinn á Vogi hefur mikið verið til umræðu á Alþingi í vetur, í haust. Alvarleiki þess máls er sá að biðlistinn hefur verið um 600 manns nú síðustu misseri, en er kominn í 620 manns núna. Þetta er dauðans alvara. Ég er mjög ánægður með að fjárlaganefnd skuli þó hafa sett pening í þennan málaflokk. En samt dugar það ekki til vegna þess að fjárþörfin er milli 250 og 300 millj. kr. Hvet ég því þingheim til að greiða atkvæði með þessari tillögu. Þar sem talað var um núvitund hérna áðan þá má minna á að þörfin er núna.