149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:24]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Hér er svipuð tillaga uppi, bara aðeins önnur upphæð en var í síðustu tillögu. Alkóhólismi er mjög alvarlegur sjúkdómur. Sá sem er haldinn þeim sjúkdómi er ekki alltaf tilbúinn að sækja sér hjálp. Því segi ég þetta? Ég segi þetta vegna þess að talað hefur verið um að biðlistarnir þyrftu að vera faglegir, en það sækir enginn um að gamni sínu að fara inn á Vog, hann gerir það af knýjandi þörf. Oft er það þegar viðkomandi er tilbúinn, en þá er sá gluggi mjög lítill og þá þarf því að grípa sjúklinginn strax og hann biður um hjálpina, því að virkur alkóhólisti er mjög fljótur að skipta um skoðun í þessum efnum. Þetta er dauðans alvara.