149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:25]
Horfa

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Bara til þess að ítreka, þetta er í þriðja sinn sem ríkisstjórnarflokkarnir fá tækifæri til þess að styðja nákvæmlega þessa starfsemi. Ég vil taka undir öll orð hv. þm. Sigurðar Páls Jónssonar áðan varðandi þá mikilvægu starfsemi sem SÁÁ sinnir. Nú er þriðja tækifærið fyrir ríkisstjórnarflokkana til þess að segja já við þessu mikilvæga máli. Þörfin er núna. Þörfin er brýn. Ég segi já.