149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:28]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Virðulegur forseti. Við höfum að undanförnu rætt mikið um kjör og aðbúnað öryrkja. Þau eru afleit og möguleikar þeirra til þátttöku í samfélaginu eru gerðir erfiðir og ómögulegir í mörgum tilvikum. Við viljum losa um þá fjötra sem búið er að herða hastarlega. Aukin velferð skilar sér margfalt til baka, bæði með óbeinum og beinum hætti, með auknum lífsgæðum og meiri orku. Samfylkingin vill skera á hnútana, flýta sjálfsögðum breytingum og við leggjum til breytingartillögu sem nemur 4 milljörðum kr. Ég segi auðvitað já.