149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:44]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Það á að fresta 1,1 milljarði til öryrkja. Því miður, þegar herra Frestur kemur til öryrkja, þá tekur hann peningana og hverfur. Alveg eins og hann gerði með krónu á móti krónu skerðinguna, sem hefur verið frestað í tvö ár, þar hurfu 24 milljarðar. Hver er stærsta frestunin sem hefur orðið? Afturvirkar hækkanir sem allir hafa fengið frá 2009 nema eldri borgarar og öryrkjar. Þar af leiðandi get ég ekki stutt þetta. Ég segi nei.