149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:47]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Óli Björn Kárason talaði um það áðan að það hefði verið vel í lagt þegar við samþykktum hér í vor, þverpólitískt, að afnema skatta af styrkjum til öryrkja og þeirra sem eru lágtekjufólk og þurfa á hjálp að halda, vegna hjálpartækja. Eins og það sé vel í lagt. Þetta virkaði hreinlega eins og mistök hjá löggjafanum því hvernig í veröldinni dettur nokkrum í hug að þykjast láta einhvern hafa 100 þúsund kall í styrk og láta hann svo borga nánast 200 þúsund kall til baka? Ég segi: Þetta voru 331,5 millj. kr., ekki hálfur milljarður, en það virðist vefjast fyrir mönnum. Þarna munaði ekkert um 170 milljónir. Getum við kannski notað þær í eitthvað annað eins og SÁÁ? En þingmaðurinn segir nei.