149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:48]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þegar við erum með þrjá flokka sem eru jafn ólíkir og þessir flokkar sem eru í ríkisstjórn þá er nokkuð ljóst að menn þurfa að miðla málum. Einn flokkurinn fær eitthvað, annar flokkurinn fær hitt o.s.frv., til þess að ná á breiddina. Það er eitt sem þessir flokkar hafa sameiginlegt, það er mjög lág prósentutala kjósenda þeirra sem hafa undir 250 þúsund kr. í tekjur. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs hjá Gallup kemur fram að 5% kjósenda Framsóknarmanna eru með undir 250, 9% hjá Vinstri grænum og það eru 14% hjá Sjálfstæðisflokknum. Það er stærri flokkur. Ef við horfum síðan á forgangsröðunina í ríkisfjármálum, sem er könnun sem Gallup gerði fyrir Pírata í vor, þá fær forgangsröðun á almannatryggingum hjá kjósendum Framsóknarflokksins 17 stig, hann er neðstur, svo Sjálfstæðisflokkurinn 21, svo Vinstri grænir með 27. Píratar eru með 34, Samfylkingin með 45. Þetta er bara það sem kjósendur eru að segja um forgangsröðunina. Kjósendur ykkar flokka (Forseti hringir.) setja þetta ekki í forgang. Það er enginn að segja mér að þið hlustið ekki á það. Svo sjáum við bara hvernig (Forseti hringir.) stjórnarsáttmálanum er stillt upp. (Forseti hringir.) Þetta eru ekki flokkar sem setja öryrkja í forgang. (Forseti hringir.) Þetta er niðurstaðan.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Nei.