149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:50]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hér eru til hópar, stórir hópar í landinu, sem lifa á barmi örvæntingar frá mánuði til mánaðar. Þeim var lofað 4 milljörðum. En vegna þess að fjárlögin voru byggð á sandi, sem var fyrirséð, þurfti ríkisstjórnin að snúa sig út úr hlutunum. Hvað gerir hún? Hún lítur yfir salinn og fer ekki með byrðarnar á þann sterkasta, ekki þann næststerkasta, ekki okkur öll hin, nei, hún leitar upp mjóslegnasta einstaklinginn og setur allt á hann. Þetta er forhert. Þetta er ruddalegt. Þetta er ljótt. Ég ætla að biðja ríkisstjórnina að fara heim til sín á eftir og velta því aðeins fyrir sér hvort aðrir hópar í samfélaginu hefðu frekar (Forseti hringir.) getað borið þessar byrðar? (Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Já. [Hlátrasköll í þingsal].

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir nei?)

Ég segi nei!