149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:51]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Framlög til málaflokksins Örorka og málefni fatlaðs fólks, nr. 27, hækka um 12% frá fjárlögum yfirstandandi árs. Þeir 4 milljarðar sem hefur verið lofað til hækkunar örorkulífeyris á ársgrundvelli inn í rekstrargrunn munu verða til reiðu eins og lofað hefur verið, en á næsta ári verður hækkunin 2,9 milljarðar. Hér er verið að bæta umtalsverðum fjármunum í málaflokkinn, auk þess sem hækkun á útgreiðslum um 3,6% stendur. Hér er um verulega aukningu að ræða og því ber að fagna. Ég segi já.