149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:01]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Við höfum haldgóðar upplýsingar um að kjör þeirra eldri borgara sem minnst hafa á milli handanna eru í engu samræmi við almenn lífskjör í landinu. Stór hópur þeirra dregur fram lífið undir fátæktarmörkum. Það er fátækt fólk — fátækt, aldrað fólk — á Íslandi. Verði þetta frumvarp óbreytt að lögum mun kaupmáttur lífeyris Tryggingastofnunar enn og aftur halda áfram að dragast aftur úr kaupmætti launa á næsta ári eins og hann hefur raunar gert mörg undanfarin ár. Aldraðir setjast ekki við samningaborð, kjör þeirra eru ákveðin hér. Sýnum þeim sóma. Við þurfum að breyta til, hér þarf að verða viðsnúningur. Þess vegna styð ég breytingartillögu Samfylkingarinnar og skora á sem flesta að gera það sömuleiðis. En ég er ekki bjartsýnn.