149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:10]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mér finnst einnig mikilvægt að nefna að það að lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði er ekki einungis mikilvægt til að brúa bilið á milli leikskólans og fæðingarorlofs, það er líka mikilvægt fyrir þroska barnsins. Við sjáum núna hversu mikilvægt það er fyrir barnið að hafa tíma með foreldrum sínum á þessu viðkvæma þroskastigi barnsins. Níu mánuðir eru bara allt of stuttur tími. Við verðum að lengja fæðingarorlofið og ég hvet alla til að greiða atkvæði með þessu máli.