149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:21]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Þetta er ótrúlegt. Hér er tillaga um að lækka stuðning til húsnæðismála á sama tíma og farið er fram á af verkalýðshreyfingunni og atvinnulífinu að bæta þurfi í. Ég veit ekki á hvaða glæfrasiglingu ríkisstjórnin er. Þetta er ekkert hennar einkamál. Það er kannski táknrænt að eini menntaði skipstjórinn í ríkisstjórninni virðist halda kúrs og nær að landa 3 milljörðum handa skjólstæðingum sínum, á meðan skorið er niður við trog gagnvart því fólki sem þarf á peningum að halda.