149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:22]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Tillaga þessi lýtur að sérstakri fjárveitingu til Krabbameinsfélagsins upp á 50 milljónir. Krabbameinsfélagið vinnur mjög mikilvægt starf í baráttunni við krabbamein, sem er sannarlega þakkarvert. Félagið stundar rannsóknir, fræðslu og forvarnir og veitir ekki síst þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra mikilvægan stuðning. Krabbameinsfélagið hefur til fjölda ára unnið afar mikilvægt starf í leit að brjóstakrabbameini meðal kvenna. Þjónusta félagsins er viðkvæm og það er mjög mikilvægt að tryggja til framtíðar samfellu hennar á hendi reyndra sérfræðinga.

Krabbameinsfélagið sótti um fjárframlag til fjárlaganefndar upp á 70 millj. kr. til að styrkja reksturinn. Stjórnarflokkarnir, meiri hlutinn, höfnuðu þessari beiðni. Miðflokkurinn leggur til sérstakt framlag til krabbameinsfélagsins upp á 50 milljónir eins og áður segir. Ég hvet þingheim til að styðja þetta mál. Þetta er gott og mikilvægt mál.