149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:26]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér gæti hv. þm. Steinunn Þóra Árnadóttir tekið eftir, hér eru að koma til baka þeir milljarðar sem voru óútskýrðir áðan og þetta á að vera afnám króna á móti krónu. Það kemur hér inn í lýðheilsu og stjórnsýslu velferðarmála, en það er ætlun okkar að leggja fram að frá 1. apríl á næsta ári eigi að koma til afnám krónu á móti krónu skerðingarinnar. Ástæðan fyrir því er sú að þetta kostar ansi mikið, en við vitum að það kemur þó nokkuð mikið til baka í þessu. Þá er hægt að sjá það betur á reynslunni af hluta ársins á næsta ári hvaða áhrif það hefur á heilu ári á næsta stað.