149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:27]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Við Píratar lítum á afnám krónu á móti krónu skerðingar örorkulífeyrisþega sem fjárfestingu, fjárfestingu í fólki sem er fjárfesting í framtíðinni. Það er mikilvægt skref til að veita fólki það frelsi að lifa og fyrir marga að ná bata á eigin forsendum. Við getum stigið þetta skref. Við höfum efni á því, vegna þess að við fáum þetta greitt margfalt til baka. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)