149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:37]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S):

Herra forseti. Ég vil nefna það hér þannig að ekki verði misskilningur varðandi það atriði sem snýr að b-lið, þ.e. að endurlána allt að 1.000 millj. kr. til Vaðlaheiðarganga ehf., að rétt er að geta þess og taka fram að hér er ekki um að ræða eiginlega viðbót, heldur er verið að draga á fyrri heimild sem við samþykktum fyrir ári síðan, vegna þess að framkvæmdin hefur tafist. Þannig að það komi skýrt fram.