149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:42]
Horfa

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Það er margt áhugavert undir þessum lið, en ég vil hvetja hv. allsherjar- og menntamálanefnd til að skoða þetta út frá menningarsögulegu sjónarhorni og fá kynningu á því hvað um er að ræða, hvað býr þarna að baki. Ég held að flest verkefnin séu mjög verðug og áhugaverð, en ég held að það væri líka ágætt að þingið væri upplýst um hvert verið er að stefna varðandi kaup á ýmsum menningarminjum, hvort sem það eru hús eða annað.