149. löggjafarþing — 36. fundur,  22. nóv. 2018.

forritunarverkefni í grunnskólum.

[10:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mikil áhersla á nýsköpun. Það eru 14 fyrirtæki sem fá þessa þakhækkun samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið. En að micro:bit-tölvunum og verkefninu, tölvurnar berast margar hverjar ekki til nemenda. Þær koma til skólanna en lenda jafnvel uppi á hillu þar því að skólinn er að bíða eftir aðstoð frá þeim sem þekkja til og kunna að nota þessar tölvur til að auka þekkingu innan skólans. Stafrænar smiðjur hafa verið mjög virkar í því að taka þessa tölvu inn á sitt gólf til að búa til þjarka og ýmislegt þannig í kringum hana. Eftir því sem ég fæ best séð var tölvunni ekki dreift núna í haust af því að ráðuneytið hætti fjárveitingum til þess verkefnis. Já, ráðherra er á því að þetta eigi að halda áfram og þá væri ég áhugasamur um að heyra hvernig það gengur héðan í frá.