149. löggjafarþing — 36. fundur,  22. nóv. 2018.

hækkun til öryrkja.

[10:51]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé alveg full ástæða til að við ræðum það í þinginu hvernig beri að túlka viðkomandi lagagrein. Það skiptir máli að löggjafarviljinn sé alveg skýr. Það er áralöng venja og hefð á bak við breytingar á réttindum sem byggja á þessari lagagrein. Og þar er horft til þess um hvað var samið í kjarasamningum á viðkomandi ári um almennar hækkanir.

Síðan var spurt hversu margir tækju laun sem eru í kringum 250.000 kr. Nýlega birti Hagstofan mynd sem dró það saman fyrir fullvinnandi á Íslandi. Þar kom fram að um 1% launþega sem eru í fullu starfi eru með 300.000 kr. eða minna, 1%.