149. löggjafarþing — 36. fundur,  22. nóv. 2018.

mál pólsks talmeinafræðings.

[11:05]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Mér finnst þessi fyrirspurn hv. þingmanns gefa tilefni til að skoða þetta. Ég held að full ástæða sé til.

Hér er að hluta til um að ræða lagaumhverfið og framkvæmdina á því, eins og til að mynda lög um heilbrigðisstarfsmenn þar sem landlækni er heimilt að gefa út tímabundið starfsleyfi til starfsmanna með erlent nám eða próf sem er viðurkennt samkvæmt samningum en uppfyllir ekki kröfur hér á landi. Þá þarf auðvitað að horfa til bókstafsins eins og hann er en ekki síður framkvæmdarinnar eins og hún hefur verið. En ekki síður þurfum við að tala um og segja það fullum fetum að við þurfum að gæta að öryggi sjúklinga og almannahagsmunum. Það er eitthvað sem við þurfum alltaf að hafa í huga og að það sé mat til þess bærra yfirvalda að það sé nægileg kunnáttu á öllum sviðum til að eiga samskipti við sjúkraskrá og íslensk stjórnvöld o.s.frv.

En ég er algerlega sammála tóninum í athugasemd og fyrirspurn hv. þingmanns og tel ástæðu til að skoða málið betur.