149. löggjafarþing — 36. fundur,  22. nóv. 2018.

vistvæn opinber innkaup á matvöru.

43. mál
[15:02]
Horfa

Berglind Häsler (Vg) (andsvar):

Já, varðandi aðgengi að lífrænum vörum þá hefur Krónan t.d. verið að gera frábæra hluti. Þeir hafa sett sér mjög metnaðarfulla stefnu og þar er hægt að fá mjög margt. Í Frú Laugu og Melabúðinni er mikil gæðastýring á innkaupum. En auðvitað væri gaman að sjá miklu meira. Það eru ekkert margir íslenskir lífrænir framleiðendur. Við eigum samt stórt fyrirmyndarbýli, Vallanes á Héraði, sem ég hvet alla til að heimsækja til að fræðast um lífræna ræktun.

Varðandi nautin. Ég er enginn sérfræðingur í því en ég held að það sé bara svolítið blandað. Það er náttúrlega hey og hvað heitir það? (Gripið fram í.) Kjarnfóður, takk.

Lífræn ræktun: Ég er grænmetisbóndi og þekki það auðvitað best. Þar erum við með lífrænt fiskifóður sem við fáum frá Síldarvinnslunni og síðan notar maður gjarnan skít. Það er gefin undanþága frá búum í kring. En eftirlitið er allt mjög stíft og fylgst er með því ef notað er aðkeypt hráefni hvað það er og það er ein þeirra merkinga sem fólk getur algerlega treyst því að eftirlitið er það mikið.