149. löggjafarþing — 36. fundur,  22. nóv. 2018.

vistvæn opinber innkaup á matvöru.

43. mál
[15:28]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég held að það sé mikill akkur í því fyrir þingheim að fá inn þingmenn með þá reynslu sem hv. þingmaður hefur af því að vera lífrænn bóndi. Ég veit líka að hv. flutningsmaður þessarar tillögu þekkir býsna vel til þessa málaflokks sjálf og hefur stöðugt talað fyrir hagsmunum bænda og mikilvægi matvælaöryggis. Ég held að við séum alla vega á réttri leið með að ræða þetta hér og gaman að sjá að þessi þingsályktunartillaga hefur vakið töluverða athygli og áhuga í þingsal. Það er ljóst að það eru margir þingmenn tilbúnir að taka þátt í umræðu um þetta góða mál.