149. löggjafarþing — 36. fundur,  22. nóv. 2018.

húsnæðisbætur.

140. mál
[15:47]
Horfa

Flm. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir spurninguna og verð auðvitað að svara játandi. Það er vissulega alltaf sú hætta þegar markaðurinn skynjar að mögulegir leigjendur hafi meira fé milli handanna að þá hækki verðið. Það er þetta framboð og eftirspurn, hversu langt er gengið? Þetta er því miður raunin.

Hvort það gerist veit ég ekki og leyfi mér bara að segja: Ég er ekkert endilega viss um það. En ég verð að vera heiðarleg og segja: Já, auðvitað, húsaleigubætur þarna sem og annars staðar geta valdið hækkun á húsnæði hjá gírugum leigusölum.