149. löggjafarþing — 36. fundur,  22. nóv. 2018.

húsnæðisbætur.

140. mál
[16:06]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu og góða yfirferð. Ég velti fyrir mér hvort þetta eigi ekki að vera þannig að húsnæðisbætur fylgi einstaklingnum, hver sem hann er og hvar sem hann kýs að búa. Er það ekki réttasta að niðurstaðan? Í ljósi fyrirvarans um hvort möguleiki er á því að leiguverð hækki út frá bótunum spyr ég hv. þingmann hvort hann sé með hugmyndir að aðgerðum eða telji nauðsynlegt eða þörf á því að fara í einhvers konar aðgerðir til að stemma stigu við þeirri þróun að leiguverð hækki með bótunum.