149. löggjafarþing — 36. fundur,  22. nóv. 2018.

húsnæðisbætur.

140. mál
[16:09]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Það eru mjög góður punktur inn í umræðuna að fólk færi þá í meira mæli í stærra húsnæði, af því að skortur er á minna húsnæði. Ég var alls ekki með neina borgaralaunapælingu, að sjálfsögðu skerðast húsnæðisbætur eftir tekjum. Þær myndu því alltaf aðeins að fara til þeirra sem þyrftu á því að halda. Ég er bara að velta fyrir mér, af því að ég er heldur ekkert hrifinn af flóknum lögum, hvort ekki væri réttast að húsnæðisbæturnar fylgdu einstaklingnum og þá einstaklingi sem þyrfti á þeim að halda. Bæturnar myndu svo skerðast ef hann væri með of háar tekjur. Er þetta ekki eitthvað sem ætti að vera í boði fyrir alla sem eru á leigumarkaði, eru með lágar tekjur og þurfa á því að halda? Það þyrfti ekki að setja ofboðslega stífan ramma í kringum það um hver hafi rétt á því eftir því hvaða húsnæði hann velur sér heldur myndi það auka frelsi einstaklingsins til að velja sér stað til að búa á. Fjármagn fylgdi þá þeim sem þyrfti á því að halda.