149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[10:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Við fengum á fund okkar í gærmorgun Landssamband smábátaeigenda sem lýsti því yfir og hefur tekið saman að þetta hefur mjög jákvæð áhrif á þá sem eru í krókaaflamarkskerfinu og þrýstir afslættinum niður. Það skiptir miklu máli að allir fá þarna hærri hámarksafslátt, annað en áður var. Það nýtist öllum litlum og meðalstórum útgerðum.

Við vitum að það er bráðabirgðaákvæði fyrir veiðigjöld næsta árs í frumvarpinu sem byggist á meðaltali síðustu þriggja ára miðað við afkomuna þá. Þar er veiðigjaldið af þorski t.d. að lækka úr tæpum 24 kr. í 13,8, svo að vissulega mun þetta styðja mjög vel við þær litlu og meðalstóru útgerðir sem eru í millistærð. (Forseti hringir.) Síðan árið 2020 verður þessi næma afkomutenging, sem ég held að komi þeim til góða.