149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[10:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er mjög sérstakt að hv. þingmaður leggi þessa tvo hluti að jöfnu. Mér finnst það mjög ómerkilegur málflutningur. Þetta er ekki neitt sem á að leggja að jöfnu. Með þeirri tillögu sem er hér er frá hv. þingmanni og fleirum er verið að hygla þeim ríku með því að bjóða upp á markaðsleiðina, setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleikana, mestan aðgang að fjármagni. Það þjappar aflaheimildum áfram saman. (Gripið fram í.)Það er verið að hygla þeim ríku. Hver er hagsmunagæsluaðili fyrir þá ríku í þessum þingsal? Það hljóta að vera þeir þrír flokkar sem sameinast um að setja fram arfavitlausa breytingartillögu um breytingu á fiskveiðistjórnarlögum í veiðigjaldaumræðu. Það er með ólíkindum að menn geri slíkt.

Það er bara verið að tala um uppboð á aflaheimildum. Og hvar standa (Forseti hringir.) þeir? Það er ekki einu sinni verið að tala um að ríkissjóður eigi að fá þetta, (Forseti hringir.) talað er um einhvern óljósan sjóð úti á landi sem ekki er (Forseti hringir.) stjórnsýsluleg staða fyrir. Ríkissjóður á ekki einu sinni að fá veiðigjöldin hjá þessu fólki. (Gripið fram í: Tökum afsláttinn á stórútgerðina.)

(Forseti (GBr): Forseti biður hv. þingmenn að virða tímamörk, þau eru knöpp.)