149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[10:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég viðurkenni það vel að ég sem þingmaður til tæpra tíu ára hef haft byggðamál í forgangi hjá mér. Mér finnst að þau sjónarmið þurfi að heyrast. Þessar veiku byggðir vítt og breitt um landið hafa ekkert allt of marga málsvara og þess vegna hef ég ansi mikið einbeitt mér að því að vera með landsbyggðargleraugun, sama hvort það eru bændur, sjómenn, verkafólk eða hverjir sem það eru. Þess vegna hef ég talað fyrir því að hækkun frítekjumarks á veiðigjöld skipti miklu máli.

Það kom fram hjá Byggðastofnun og fleiri landshlutasamtökum sem komu fyrir nefndina og þeim sveitarfélögum þar sem litlar sjávarbyggðir eru, að hækkun og styrking frítekjumarks kæmi þessum litlu og meðalstóru fjölskylduútgerðum langbest. Þess vegna sameinuðumst við um það (Forseti hringir.) að gera þessar breytingar sem ég fullyrði að hefur jákvæð áhrif fyrir byggðirnar.