149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[10:46]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. formanni atvinnuveganefndar fyrir svarið. Ég velti líka fyrir mér annarri breytingartillögu sem meiri hluti atvinnuveganefndar er með, það er að leggja ekki gjald á ýmsa nytjastofna, blálöngu, sandkola, skrápflúru, sem ég veit nú ekki einu sinni hvernig lítur út, en látum það liggja milli hluta. Af hverju er þetta gert? Og hverjir eru það sem nýta þessar fisktegundir? Eru það kannski akkúrat þessar litlu útgerðir? Er þetta þá einhvers konar viðbótarbúbót fyrir þessar litlu útgerðir, trillukarlana, smábátasjómennina, þannig að verið sé að byggja enn frekar undir það fyrir utan frítekjumarkið ef það nær fram að ganga í þá átt sem meiri hluti atvinnuveganefndar leggur til?