149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[10:52]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og vil þá beina þeirri spurningu til hv. þingmanns hvort sérstaklega verði fylgst með áhrifum af breyttri aðferð í framhaldinu. Á þessum tímapunkti er auðvitað ástæða til að hafa áhyggjur af vísbendingum um verulegan samdrátt í uppsjávarveiðum, sérstaklega úr makríl- og loðnustofninum. Þar eru vísbendingar um að þeir veiðistofnar verði verulega minni á næsta ári og næstu árum. Ég held að það sé sérstök ástæða til að fylgjast jafnhliða með hvaða áhrif breytingin á útreikningi á veiðigjaldi hefur á sama tíma.