149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[10:55]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir þetta. Hvers lags vinnubrögð eru þetta? Hvers lags skilaboð eru þetta frá stjórnarmeirihlutanum um samvinnu og samstarf, hvort sem er í nefndinni eða í umræðum í þingsal? Málið er rifið út í ósætti í atvinnuveganefnd og svo þegar formaðurinn flytur hér breytingartillögurnar og nefndarálit sitt, þá raða stjórnarliðar sér í andsvör. (Gripið fram í: Hneyksli.) Þetta eru alveg skýr og klár skilaboð frá stjórnarmeirihlutanum — um hvað? Um samstarfsvilja? Er þetta sáttatónn? Ég á bara ekki orð yfir þessari framkomu.