149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[10:58]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem hér upp til að lýsa furðu minni yfir þessum vinnubrögðum, þ.e. að andsvör séu ekki raunverulega nýtt til að ræða málin heldur raði stjórnarliðar sér hér upp. En ég hef fullan skilning á því, það er ekki það, ég er sjálf tiltölulega nýr þingmaður, sem hv. þm. Lilja Rafney er reyndar ekki, og það er fátt sem ég óttast meira, svo ég sé bara heiðarleg hér í ræðustól, en andsvörin, þau geta verið snúin. Ég skil vel að Lilja hafi fagnað því að bara stjórnarliðar (Gripið fram í: Ég er sammála.) spyrðu hér.