149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:01]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú er málþóf fyrirbæri sem þekkist í mörgum þingum og margir telja það vera lýðræðislegt, þannig séð. Eitt mjög skýrt einkenni málþófs er þegar pólitískir samherjar koma upp og taka undir þann málflutning á meðan það er. Það sést alltaf þegar málþóf er stundað. Ég verð að lýsa ákveðinni furðu minni á að stjórnarflokkarnir hafi ákveðið að byrja að stunda málþóf í eigin máli strax eftir fyrstu ræðu í 2. umr. Hvaða annar tilgangur er með þessu en að taka tíma þingsins í hluti sem ekki er ástæða til að taka tíma þingsins í? Ef málþóf er það sem menn vilja þá geta þeir alveg fengið það. Ég er nokkuð viss um að það er góður meðbyr hér í salnum í þá afgreiðslu málsins, ef áhugi er á slíku.