149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:03]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þetta er svolítið sérkennileg uppákoma. Auðvitað er það þannig að þegar stjórnarmeirihlutinn hefur svona slæma samvisku reynir hann að fá sitt fólk til að komast í andsvör til að styrkja hvert annað. Það er svolítið sérkennilegt að sjá hér sjávarútvegsráðherra hvísla í eyrun á formanni atvinnuveganefndar hvernig hlutirnir eiga að vera, en þannig er þetta nýja líf víst hérna í þinginu.

Ég vek hins vegar athygli á því að það er svolítið sérstakt að þessi andsvör séu teppuð með svona meðsvörum í máli eins og þessu. Það er eiginlega eins og verið sé að klappa fólkinu fyrir að hafa unnið vinnuna sína þokkalega, af samfélögum sínum í ríkisstjórn. Við förum bara í þessa umræðu á eftir og tökum hana snarpa og góða. En ég held að við ættum að skoða hvort við þurfum að breyta eitthvað fyrirkomulaginu varðandi andsvörin.