149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:10]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ríkisstjórnin sem nú situr hefur með sér sáttmála um það hvernig hún vill haga störfum sínum. Þar eru margir mjög áhugaverðir hlutir og margt þar til mikillar fyrirmyndar. Ég myndi vilja hvetja stjórnarliða til að lesa nokkrar setningar úr stjórnarsáttmálanum, t.d. þessa:

„Allar áætlanir sem eiga að halda til lengri framtíðar þarf að gera í auknu samráði og með bættum samskiptum.“

Fyrirkomulag og gjaldheimta af sjávarútvegi er nú eitt af því sem ég hefði haldið að myndi falla undir þennan flokk.

Þá segir líka, með leyfi forseta:

„Það er vilji flokkanna sem nú taka þátt í samstarfi um ríkisstjórn og eflingu Alþingis að nálgast verkefnin með nýjum hætti í þágu alls almennings í landinu …“

Ég held að það væri líka alveg ágætt að lesa (Forseti hringir.) þessa setningu aftur og haga sér kannski í betra samræmi við t.d. þessar tvær setningar sem ég las upp.