149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:29]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir skynsamlega og þokkalega ræðu og málflutning í þessu máli. Mig langar að spyrja aðeins út í þessa skiptingu í útgerðarflokka. Nú hefur hv. þingmaður og fleiri úr hans flokki verið að tala svolítið um þetta, litlar og meðalstórar útgerðir og skiptingu milli útgerðarflokka. Hvað er meðalstór útgerð? Hvað er lítil útgerð og hvað er meðalstór útgerð og hverjar eru þá stórútgerðirnar? Hvernig ætlum við að skipta þessu upp?

Hv. þingmaður talaði einnig um að hér værum við ekki að tala um hófleg gjöld heldur óhófleg — of há enn þá, ef ég skildi hann rétt. Ég get tekið undir það með honum. Á hann þá við alla þessa útgerðarflokka sem þeir eru að tala um eða eru þau hófleg á einhvern útgerðarflokkinn eins og þau eru í dag?