149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:31]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Þegar talað er um útgerðarflokka geta þeir verið fjórir eða sex, eða ég veit ekki hvað. Frystitogarar, ísfisktogarar, uppsjávarveiðiskip, snurvoðarbátar, vertíðarbátar og svo trillur. Það er sú nálgun sem við eigum við. Reiknistofninn er 33% af afkomunni og það er mat manna, þeirra sem ég ræði við, að það sé of hátt. Ég get ekki sagt hvort það sé sanngjarnt gagnvart vissum útgerðarflokki. En við vitum alveg hverjir hagnast best í greininni. Það er ekkert launungarmál.