149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:33]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Svo að ég svari þessu með meðalstórar og litlar og stórar útgerðir þá er það nú kannski svolítið á reiki. Menn tala um kannski 3.000–5.000 tonn af kvóta. Þar liggi mörkin, einhvers staðar á því bili. Mikið af útgerðum sem eru með vinnslu á smærri stöðum eru á því bili og þær hafa verið í miklu basli. Ég tek ekki undi það að einhver útgerðarflokkur greiði of lítil veiðigjöld. Reiknistofninn er að allra mati of hár og það er mín skoðun. Ég ber mikla virðingu fyrir stórútgerðinni, svo að það sé sagt. Henni gengur mjög vel en hún er líka þannig í sveit sett að þeir geta keypt (Forseti hringir.) upp þá minni þegar þeir eiga í basli. Og það er það sem ég hef áhyggjur af.