149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:35]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Gámaútflutningur og útflutningur á óunnum fiski hefur af mörgum og eiginlega bara öllum verið litinn hornauga. En þetta er eitthvað sem er samt ekki hægt að banna í raun og veru heldur þyrfti að skoða þetta betur, að menn sæju sér hag í því að vinna fiskinn frekar hér á landi en að flytja hann óunninn út í gámum. Að sjálfsögðu liggur virðisaukinn í fiskafurðum í vinnslunni. Stjórnvöld ættu að vinna að því að menn sæju sér hag í því að vinna fiskinn frekar hér í landi en að flytja hann út eða geta selt hann á því verði sem þeir sætta sig við hér heima frekar en í gámaútflutningnum, sem er yfirleitt á betra verði. Yfirleitt, ekki alltaf, svo það sé sagt.