149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:05]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Albertína Friðbjörg Elíasdóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka — eða nei, eiginlega ekki. Ég held að það sé ljóst að hv. þingmaður misskilur tillögur okkar. Við erum einmitt með þessum tillögum að bjóða þingmönnum að vera með, og sérstaklega þingmönnum Vinstri grænna, í rauninni í eigin tillögum um tímabundna samninga. Við erum alls ekki að tala um uppboð eða markaðsleið. Við erum að tala um tímabundna samninga og um landshlutasjóð, að veiðigjöldin renni til landshlutanna. Ég held að það sé alveg ljóst að því miður sé einhver misskilningur í gangi hér um tillögur okkar og ég legg til að menn lesi þær. (Gripið fram í.)