149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:10]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Albertína Friðbjörg Elíasdóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aftur þakka hv. þm. Willum Þór Þórssyni fyrir ágæta og áhugaverða spurningu. Þó að við treystum ríkisskattstjóra og það vel — enda embætti sem hefur oftar en einu sinni verið valið til fyrirmyndar — er það samt sem áður staðreynd að ríkisskattstjóri tekur ekki á því að það er alltaf fyrst og síðast pólitíkin sem tekur ákvörðun um afkomutenginguna. Það er alltaf pólitíkin sem væri með puttana í þessu og það náttúrlega veldur alltaf vandamálinu. Það hvort ríkisskattstjóri eða einhver annar reikni þetta út breytir því ekki. Þess vegna held ég að aðrar leiðir væru gegnsærri hvað þetta varðar.