149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:14]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Albertína Friðbjörg Elíasdóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er einfaldlega rangt sem kom fram í máli Kolbeins Óttarssonar Proppé. Það er hreinlega verið að lækka veiðigjöldin og hv. þingmenn verða bara að horfast í augu við sitt eigið frumvarp. Það er þeirra ákvörðun að lækka veiðigjöldin með frumvarpinu. Við teljum okkur fyrst og fremst standa vörð um sameign þjóðarinnar sem er fiskurinn í sjónum. Það er ekkert flóknara en það.