149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjöld.

[15:36]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Mér er til efs að nokkur stjórnmálahreyfing í 100 ára sögu fullveldisins hafi farið í jafn mikla sneypuför og flokkur hv. þingmanns sem átti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í 11 mánuði sem gerði nákvæmlega ekki neitt til að breyta hvorki veiðigjaldakerfinu né fiskveiðistjórnarkerfinu meðan minn flokkur hefur ekki bara tekið upp og komið í fyrsta skipti á auðlindarentu, veiðigjöldum sem byggjast á auðlindarentu 2012. Sú aðferðafræði er staðfest hér með þessu frumvarpi. Minn flokkur kom á kerfi strandveiða á sínum tíma meðan flokkur hv. þingmanns og formaður hans hefur látið sér nægja að tala hátt og fyrst og fremst um aðra flokka en aðhafast lítið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Á ekki að svara spurningum?)