149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

staða íslensku millilandaflugfélaganna og eftirlitshlutverk Samgöngustofu.

[16:19]
Horfa

Berglind Häsler (Vg):

Mig langar að nýta tækifærið og fagna langþráðum fréttum af innanlandsfluginu. Vitna ég þar í nýbirta færslu á Facebook hjá hæstv. ráðherra sem lýsir því yfir að senn sjáum við tillögur starfshóps um eflingu innanlandsflugs. Það er æsispennandi því að eins og við vitum flest eru flugfargjöld allt of há og þetta er mikið byggðamál svo jafna megi aðgengi íbúa landsins að grunnþjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu. Svo eru þetta líka gríðarleg útgjöld fyrir venjulega fjölskyldu vilji hún t.d. sjá uppsetningu á einhverju leikriti í Þjóðleikhúsinu.

Við þekkjum það öll þannig að þetta eru ótrúlega langþráðar fréttir.

Mig langar líka að nýta tækifærið og spyrja hæstv. ráðherra hvort starfshópurinn hafi skoðað með hvaða hætti hægt sé að efla millilandaflug á Egilsstaða- og Akureyrarflugvelli sem hafa helst verið í umræðunni þessu tengt, svo dreifa megi ferðamönnum betur um landið.