149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

um fundarstjórn.

[16:31]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Ég kem hingað upp til að taka undir með félögum mínum. Það er ekki ásættanlegt þegar koma fram ábendingar um að ekki sé farið rétt að, þegar nálgunin við afgreiðslu málsins hvítþvær þann sem ábendingin snýr að með því að reyna að láta þetta ganga sem einhvers konar ásættanlega niðurstöðu.

Staðreyndin er að þegar svona mál koma upp, þegar vandamál koma upp, hvers eðlis sem þau eru, er eðlilegt að fari af stað ferli sem tryggir að þeir sem hafa bein tengsl við viðkomandi eigi ekki síðasta orðið, alla vega að það sé einhver utanaðkomandi ráðgjöf sem hjálpar því fólki sem þarf að taka ákvörðunina að taka rétta ákvörðun.

Það að gera þetta með þeim hætti sem hefur verið gert hér er eiginlega (Forseti hringir.) vandræðalegt. Ég vonaði að siðferði Alþingis væri á hærra plani.