149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

um fundarstjórn.

[16:35]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Það sem veldur mestum áhyggjum í málinu er fordæmið sem verið er að setja. Í staðinn fyrir að senda málið til siðanefndar hefur forsætisnefnd tekið þá ákvörðun að siðareglur hafi ekki verið brotnar og ekki sé þess virði að rannsaka það neitt frekar.

Þetta skapar það fordæmi í framtíðinni að forsætisnefnd getur tekið slíka ákvörðun um brot á siðareglum, um mögulegt brot vina sinna, í staðinn fyrir að fara með það til óháðra aðila. Það er brot á siðareglum og veldur áhyggjum, sérstaklega í ljósi þess að svo er verið að hóta því að sá aðili sem kom fram með beiðnina sé með því að brjóta siðareglur og það verði sent siðanefnd, að hann sjálfur verði kærður fyrir brot á siðareglum. Það er mjög alvarlegt þegar þannig hótanir koma fram.

Ég væri til í að hæstv. forseti Alþingis (Forseti hringir.) kæmi hingað upp og útskýrði hvernig það er leyfilegt að koma með slíkar hótanir á fundi forsætisnefndar.