149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

um fundarstjórn.

[16:46]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Það vekur furðu mína að hver stjórnarþingmaðurinn á fætur öðrum kemur í pontu og talar um að þingmenn í forsætisnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á því að skoða frekar hvort kollegar þeirrar eða vinir hafi brotið siðareglur. Er það ekki dálítið furðuleg niðurstaða? Hefði ekki verið heilbrigðara að láta utanaðkomandi aðila, eins og siðanefnd, skoða málið til þess að enginn vafi væri um það? Þetta er ekki til þess að skapa traust. Ég skil ekki að slíkt þyki í lagi. Til hvers er siðanefnd ef forsætisnefndin ætlar að taka það að sér að vera alltaf að skoða brot kollega sinna og vina og taka ákvarðanir um hvort siðareglur hafi verið brotnar eða ekki? Er það framtíðin? Á kannski bara að senda það til siðanefndar ef stjórnarandstöðuþingmaður hefur brotið af sér? Á þá að nota siðanefndina? [Háreysti í þingsal.]