149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

um fundarstjórn.

[16:51]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Ég verð að gera athugasemd við hugtakið þjófkenningu þar sem það hefur aldrei verið neitt slíkt … (Gripið fram í.) — Í erindi hv. þm. Björns Levís Gunnarssonar er ekki þjófkenning. Þar er hins vegar bent á að það eru dæmi, þekkt dæmi sem hefur verið fjallað um í fjölmiðlum meiri hluta ársins, um að ekki hafi verið farið alveg að reglum. (Gripið fram í.) Ef eitthvað fer úrskeiðis í slíku og ástæða er til að halda að kannski sé ekki búið að gera það upp þá er mjög eðlilegt að einhver sendi inn erindi og óski eftir því að það sé gert upp. Í því felst ekki þjófkenning. Í því felst beiðni um að hlutirnir séu skoðaðir og þetta var vissulega skoðað. Ég er ósammála niðurstöðunni, en gott og vel. Það eina sem ég harma varðandi málsmeðferðina er að siðanefnd hafi ekki verið notuð, sem var beinlínis sett á laggirnar til þess að takast á við svona (Forseti hringir.) mál þegar þau koma upp. Það mætti alveg gera það.