149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[17:25]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef við myndum tala um þetta alla vikuna kæmu smátt og smátt einhverjar skýringar við þessa tillögur. Eins og við vorum að nefna varðandi endurúthlutun á kvóta sem á að fara til þeirra sem eiga kvóta fyrir, hverju breytir það? Ég skil þetta ekki. Það er verið að hrifsa kvótann af byggðarlögunum og hvernig á svo færa þeim hann aftur? Með einhverri ölmusu? Ég held að frjálshyggjan hafi hreinlega flogið á vír á leið sinni til Brussel. Mér finnst þetta alveg með ólíkindum.

Ég er ekki enn þá farin að skilja tillögurnar en kannski tekst ykkur, eins og ég segi, alla þessa vikuna, að útskýra þær betur. Ég veit ekki hvernig á að fjalla um þetta mál vegna þess að það hefur enga þýðingu varðandi frumvarpið sem við erum að fjalla um núna.